Beint á leiðarkerfi vefsins

 

 

 

Umsókn
 

Sækja um styrk
 

ATHUGIÐ: Stjórn Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar hefur ákveðið að auglýsa ekki eftir styrkjum vorið 2020. Engu að síður hvetur stjórnin fólk til að vinna áfram sem hingað til að sköpun og miðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi. Sjóðurinn mun koma til með að styðja metnaðarfull verkefni á þessu sviði síðar..

Póststimpill gildir.


Umsóknir berist sjóðnum í pósti. Utanáskriftin er:
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar,
Pósthólf 10
550 Sauðárkrókur

Fylla skal út
umsóknareyðublaðið. Óskað er eftir tveimur meðmælendum með umsókninni sem sjóðurinn má leita til. Hluti umsóknarinnar er greinargerð sem skal skilað með 12 punkta Times New Roman letri. Greinargerðin sé byggð þannig upp:

  1. Nokkur orð um umsækjanda / umsækjendur
  2. Markmið og stutt lýsing (hámark hálfsíða)
  3. Nánari lýsing (hámark heilsíða)
  4. Fjárhagsáætlun
  5. Tímaáætlun (áfangar og verklok)

Heimilt er að senda með umsókninni fylgigögn ef þau varpa skýrara ljósi á umsóknina.

Spurningar varðandi umsóknarferlið sendist til Sólrúnar Harðardóttur starfsmanns sjóðsins á póstfangið:
info@natturuverndarsjodur.is.


Umsóknareyðublað

 

Gott er fyrir umsækjendur að lesa yfir samninga sem Náttúruverndarsjóðurinn gerir við styrkþega.

 











 






Textastærðir og litir