Beint á leiðarkerfi vefsins

 

 

 

Styrkir


Úthlutaðir styrkir 2017

Samtals var úthlutað 26.370.000 kr til 38 verkefna:

Einar Sveinbjörnsson
Rannsókn: Tengsl vinda og næringarefna í Mývatni
250.000

Pétur Halldórsson
Langtíma vöktunarrannsókn himbrima á Íslandi
300.000

Hildur Magnúsdóttir
Rannsókn: Litaerfðir beitukóngs við staðlaðar aðstæður
400.000

Ungir umhverfissinnar
Menntaskólakynningar um umhverfismál
400.000

Jukka Siltanen
Economic Impact of National Parks in Iceland, Case Study of Snaefellsjökull NP
400.000

Aldís Erna Pálsdóttir
Áhrif breytinga á landnotkun á vaðfuglastofna
500.000

Hannesarholt
Viðburðir og umræða: Auður Íslands
500.000

Mervi Orvokki Luoma
Distribution and abundance of Cow Parsley in Reykjavík
500.000

Tómas G. Gunnarsson
Rannsókn: Áhrif aukins runnagróðurs á láglendi á þéttleika og samfélög mófugla
500.000

Jamie McQuilkin
Green waterless toilets: a prototype for wilderness areas
500.000

Kalina Hristova Kapralova
Heimildamynd: Arctic charr in Thingvallavatn - the documentary
500.000

Erpur Snær Hansen
Myndavélarlinsa og dróni til vöktunar á sjófuglastofnum
500.000

Brúarsmiðjan
Bók: Mosfellsheiðarleiðir - rannsókn og kortlagning gönguleiða
500.000

Gústav Geir Bollason
Myndlist: Mannvirki
500.000

Ragnhildur Stefánsdóttir
Myndlist: Umhverfing
500.000

Átthagastofa Snæfellsbæjar
Endurhleðsla gömlu fjárréttarinnar í Ólafsvík
500.000

Hlynur Óskarsson
Rannsókn: Andakíll Protected Habitat Area; a vital resource for migratory birds
570.000

Hrönn Egilsdóttir
Rannsókn: Könnun jarðhitasvæða á grunnsævi
600.000

Sigurður Halldór Árnason
Rannsókn: Natural selection and the evolution og phenotypic diversity of small benthic Arctic charr
600.000

Mariana Lucia Tamayo
Rannsókn: Insect herbivory on native and alien plants
600.000

Sjónhending ehf
Kvikmynd: Flóra - lífshlaup Eggerts Péturssonar myndlistarmanns
700.000

Snæbjörn Guðmundsson
Jarðfræðibók fjölskyldunnar
700.000

Olga Kolbrún Vilmundardóttir o.fl.
Rannsóknir: Úr hafi að jökli
700.000

Lilja Jóhannesdóttir
Landbúnaður í sátt við náttúruna - leiðbeiningar fyrir bændur
700.000

Lilja Gunnarsdóttir
Rannsókn: Uppbygging lífverusamfélaga í klóþangsfjörum Breiðafjarðar
800.000

Ute Stenkewitz
Rannsókn: Stofnsveiflur og áhrif loftslagsbreytinga: dæmi um norrænan staðfugl
800.000

Anna Lísa Björnsdóttir
Kvikmynd: SKOFFÍN
850.000

Anna Vilborg Einarsdóttir
Rannsókn: Hlutverk leiðsögumanna og framlag þeirra til náttúruverndar
900.000

Anja Katrin Nickel
Rannsókn: Investigating the movement patterns and habitat utilization of juvenile Atlantic cod with acoustic tracking
900.000

Borghildur Óskarsdóttir
Myndlist: ÞJÓRSÁ
900.000

Susanne Claudia Möckel
Rannsókn: Lífrænt efni í íslenskum mýrum og uppruni kolefnis í jarðvegi: myndunarskilyrði, stöðugleiki og niðurbrot
900.000

Þorvarður Árnason
Rannsókn: Viðhorf íslensks almennings til þjóðgarðs og þróunar ferðaþjónustu á miðhálendinu
1.000.000

Oddný Eir Ævarsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir
Myndlist – bók: LANDRIT
1.000.000

Lilla ehf / Kristín Erna Arnardóttir
Heimildarmynd: Í smiðju Steinunnar: bók verður til
1.000.000

Agnes-Katharina Kreiling
Rannsókn: Seasonal stability of food webs in an Icelandic freshwater spring
1.000.000

Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Rannsókn: Texti Gandreiðar sem sýnishorn af heimsmynd Íslendinga á 17. öld
1.200.000

Gunnþóra Ólafsdóttir
ARKITEKTÚR VELLÍÐUNAR: Fræðsla, þjálfun og skipulag fyrir náttúrutengda ferðamennsku sem byggir á grunnrannsóknum á vellíðan í náttúrunni.
1.200.000

Axfilms
Heimildarmynd: Línudans 2
1.500.000


Úthlutaðir styrkir 2016

Samtals var úthlutað 24.280.000 kr til 42ja verkefna:

Brúarsmiðjan
Mosfellsheiðarleiðir - göngubók
200.000
Rannsókn á þjóðleiðum, ritun leiðarlýsinga og ítarefnis, útgáfa bókar. Ýmsir höfundar.

Doriane G.C.M. Combot
Macroinvertebrates diversity in relation to local ecology in goundwater-fed lava caves in Mývatn
200.000
Fjölbreytni macro-hryggleysingja í vatnsfylltum hraunhellum við Mývatn – tengsl við stærð fiskstofna og aðra umhverfisþætti. Hryggleysingjar líffræðilegur mælikvarði á „degradation“ í ferskvatni.

Gunnar B. Guðmundsson
Veiðivötn á Landmannaafrétti og öll Tungnaáröræfin
200.000
Vettvangsrannsókn, heimildaöflun og úrvinnsla gagna. Stefnt er að útgáfu bókar um svæðið – sagnfræðilegt og landfræðilegt. Nokkrir höfundar aðrir en umsækjandi.

Ómar Þ. Ragnarsson
Þjóðgarður á miðhálendi Íslands
200.000
Hljómdiskur helgaður hugmyndinni um þjóðgarð á miðhálendi Íslands.

Snorri Baldursson
Á slóðum Skaftárelda
200.000
Frágangur bókar til prentunar. Náttúra Lakagíga, saga Skaftárelda, afleiðingar og ummerki. Fyrir almenning og ferðamenn.

Hermann Gunnar Jónsson
Fjöllin í Grýtubakkahreppi
250.000
Útgáfa bókar. Frásögn höfundar af fjallaferðum sínum. Lýsing á 20 gönguleiðum og leiðbeiningar fyrir göngufólk.

Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands
Málþing: Verkfæri til sjálfsbjargar á hjara veraldar
250.000
Ráðstefna um snertifleti myndlistar og vistfræði – tengist Evrópuverkefninu Frontiers in Retreat.

Marina Rees
C-E-T-A-C-E-A
280.000
Listsýning um hvali. Efniviður: bein, hljóð og smásætt sem skoðað er í smásjá. Mikil áhersla á samstarf við íbúa og stofnanir á Húsavík.

Fuglaverndunarfélag Íslands
Fuglaskoðunarbók handa börnum
300.000
Rit fyrir börn í grunnskóla (4. bekk) um fugla og fuglaskoðun. Fuglavernd er náttúruvernd.

Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs
Vistvangur höfuðborgarsvæðisins
300.000
Uppgræðsla snortins og illa farins lands vegna gróðureyðingar. Nemendur í Flensborg og sjálfboðaliðar taka m.a. þátt í verkefninu.

Pétur Halldórsson
Langtíma vöktunarrannsókn himbrima á Íslandi
300.000
Rannsókn um himbrima sem hefur lítið verið rannsakaður hérlendis. Grunnmælingar, þungmálmamælingar, erfðagreining, fæðugreining og tryggð við óðal. Samstarf við vísindamenn í USA og Rannsóknarstöðina Rif.

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
Mýrarskuggar
300.000
Myndverk sem spretta útfrá votlendi Íslands. Tengsl mýra og losunar gróðurhúsalofttegunda. Fyrirhugaðar sýningar.

Sjálfseignarstofnunin Gamli bærinn í Múlakoti
Endurgerð gamla garðsins í Múlakoti
300.000
Endurreisn gamla garðsins í Múlakoti, eins elsta garðs á Íslandi. Unnið í samvinnu við LbhÍ.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF)
Önnur framtíð
400.000
Málstofa um verðmætasköpun íslenskrar náttúru í gegnum listir og kvikmyndaframleiðslu með þátttöku Aronofsky leikstjóra.

Gunnar Þór Hallgrímsson
Blóðsníkjudýr í fuglum á tímum loftslagsbreytinga
400.000
Rannsóknir á sníkjudýrum í blóði íslenskra fugla. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á útbreiðslu blóðsníkjudýra – þau sækja norðar. Upplýsingar um sníkjudýrin eru settar í samhengi við heilbrigði fuglanna svo betur megi stuðla að vernd þeirra er standa höllum fæti.

Kerlingarfjallavinir - hollvinasamtök
Gönguleiðakort í Kerlingarfjöllum
400.000
Gerð gönguleiðakorts með upplýsingum um leiðir, gps punkta og fróðleik varðandi sögu, menningarminjar og náttúru. Kortið verður gefið út á pappír og rafrænt.

Matvælastofnun - Sigríður Björnsdóttir
Lifað með landinu - Hreyfieðli íslenska hestsins
400.000
Rannsóknir á hreyfieðli hesta með mismunandi arfgerðir skeiðgensins. Fræðsluefni um þetta gen.

Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum – Guðbjörg Á. Ólafsdóttir og Ragnar Edvardsson
Hvaladrápin miklu: eðli og afleiðingar
400.000
Þverfaglegt rannsóknarverkefni sem beitir efna- og erfðagreiningum til að skilja ástand hvalastofna á sögulegum tíma, hvalveiðar og áhrif þeirra á stofnana.

Rannsóknastöðin Rif
Heimurinn og við - vöktum vorið
400.000
Samvinna um eflingu umhverfismenntar og umhverfisvitundar í Grunnskóla Raufarhafnar. Vísindastarf og skólastarf tengt.

Reykjanes UNESCO jarðvangur
Göngu- og útivistarkort fyrir Reykjanesskaga
400.000
Framleiðsla og útgáfa útivistarkorts. Rafrænt og á pappír. Þrívítt. Greint frá áhugaverðum stöðum útfrá jarðfræði, lífríki og menningu.

Johannes T. Welling
Participatory scenario planning for sustainable long-term glacial landscape recreation and conservation of Vatnajökull National Park
500.000
Lokahluti í doktorsrannsókn sem snýst um að þróa aðferð til að leiða fram sameiginlega sýn/stefnu hagsmunaaðila og stjórnvalda um aðgerðir bæði vegna verndunar og nýtingar og mæta fyrirsjáanlegum breytingum á jöklum.

Katla UNESCO jarðvangur
Geo-skólar í Kötlu-jarðvangi
500.000
Námsefnisgerð og innleiðing grenndarkennslu og nýrrar samvinnu milli Kötlu-jarðvangs og grunnskóla svæðisins.

Náttúrustofa Austurlands
Hreindýr og menn
500.000
Stuðla að því að trufla hreindýr minna, en jafnframt að auðvelda hreindýraskoðun. Skilgreina og kortleggja viðkvæm svæði.

Pamela De Sensi
Endurvinnsluálfarnir
500.000
Barnabók um endurvinnslu og smíði hljóðfæra.

Sigrún Helgadóttir
Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar
500.000
Vinna við ævisögu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings og náttúruunnanda. Saga hans og náttúruverndar á Íslandi er samofin.

Unnur Þóra Jökulsdóttir
Undur Mývatns
500.000
Útgáfa bókar um Mývatn, lífríki þess og mannlíf í kring. Persónuleg skrif.

David Ostman
Icelandic Landscape and Wilderness Project
600.000
Söfnun gagna varðandi landslag og víðerni. Mikilvægt þegar kemur að ákvarðanatöku að þessir þættir, landslag og víðerni, séu inni í myndinni. Tengist ILP – Icelandic Landscape Project.

María Svavarsdóttir
Áhrif gróðurleifa á jarðveg á Þingvöllum
600.000
Mastersrannsókn á lífrænum leifum og áhrifum á jarðvegseiginleika. Pælingar um ólík vistkerfi, m.a. barrskóg.

Profilm ehf
Híbýli jarðar - torfhúsaarfurinn
600.000
Heimildamynd um menningararf – torfhúsin. Sett í vítt og alþjóðlegt samhengi. Tengt við nokkra atburði sögunnar.

Shauna Laurel Jones
Prýði íslensku álftarinnar á kornökrum
600.000
Mastersverkefni. Fagurfræði, náttúruvernd og nýting lands. (Biopolitics of conservation).

Fornleifastofnun Íslands - Birna Lárusdóttir
Menningarsögulegt gildi landslags á hálendi Íslands
800.000
Verkefnið miðar að því að safna saman gögnum um menningarminjar á hálendi Íslands og þróa aðferð til að leggja mat á menningarsögulegt gildi hálendisins.

Hraunavinir
Að útkljá réttarstöðu náttúruverndarsinna fyrir dómstólum og halda áfram baráttunni
800.000
Málaferli til að fá fram réttarstöðu Hraunavina (og þar með annarra náttúruverndarsinna á Íslandi) styrkt.

LT-Rannsóknir og ráðgjöf ehf
Stöðluð þolmarkarannsókn fyrir hálendi Íslands
800.000
Hönnun og gerð þolmarkarannsóknar fyrir hálendi Íslands.

Vör - Sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð
Tilraun til notkunar vegmálunar til að sporna við ungadauða
800.000
Kríuungar sækja í vegi. Ástæður gætu verið felulitur vegarins og meiri hiti en umhverfisins. Tilraun með að mála vegaspotta í lit sem endurkastar ljósi.

Háskólinn á Hólum - Bjarni K. Kristjánsson
Þróun fjölbreytileika hornsíla í Mývatni
900.000
Rannsóknir á hornsílum í Mývatni. Vöktun og eðli fjölbreytileika hornsíla í vatninu. Sérstaklega horft til fæðu og útlits.

Axfilms ehf
Landsýn (vinnuheiti)
1.000.000
Heimildarþættir. Mannvist og ásýnd landsins. Náttúruvernd og hugmyndir manna um nýtingu náttúruauðlinda.

Háskólinn á Hólum
Hólaskógur - náttúruparadís í niðurníðslu
1.000.000
Bæta merkingar, stíga, brýr og þrep í Hólaskógi.

Helga Aradóttir
Skrásetning íslenskra skófa í textíl
1.000.000
Vinna með skófir í textíl – til litunar og sem útlitslegar fyrirmyndir og innblástur.

Sjónhending ehf
Ísafold - land íss og jökla
1.000.000
Heimildamynd um jökla. Sótt um styrk til að þýða á önnur tungumál. Fylgst með rannsóknum og fjallað um töfrandi heim. Einstakar aðstæður, náttúruleg rannsóknarstöð.

Jonathan Willow
Non-lethal investigation int the foraging habits of Icelands only native bee species
1.200.000
Mastersverkefni um móhumlu (hunangsflugu), sem fer fækkandi. Rannsóknin snýst um að greina frjó á líkama flugunnar, sjá samsetningu þeirra og hvers konar plöntur eru mikilvægastar fyrir hana. Tengist verndun flugunnar.

Listasafn Reykjavíkur
Víðerni - auður í fortíð og framtíð
1.500.000
Samtal, viðamikil myndlistarsýning og útgáfa um gildi og verðmætamat Íslendinga þegar litið er til náttúrunnar og tengsla þjóðarinnar við umhverfi sitt. Gildi og viðhorf ólíkra tíma.

LhÍ: Hönnunar- og arkitektadeild
Hönnun og náttúra: styrkir til meistaranema
2.000.000
Nemendur kostaðir til meistaranáms er varðar náttúru og hálendi Íslands í hönnunar og arkitektadeild.

Úthlutaðir styrkir 2015

Samtals var úthlutað 23.900.000 kr til 33ja verkefna:

Náttúrustofa Vestfjarða
Kortlagning válistaplantna á Vestfjörðum
200.000
Verkefnið mun stuðla að betri þekkingu um plöntur á válista á Vestfjörðum. Þekktir vaxtarstaðir verða heimsóttir, útbreiðsla tegundanna könnuð og hún skráð vegna gerðar vöktunaráætlunar.

Lovísa Ásbjörnsdóttir (ProGeo-ráðstefna)
Verndun jarðminja á Íslandi
250.000
Í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um verndun jarðminja verður vakin athygli og efnt til umræðu meðal almennings, fræðimanna og stjórnvalda hérlendis um mikilvægi jarðminjaverndar. Ísland hefur mikla jarðfræðilega sérstöðu og hér finnast merkar jarðminjar á heimsvísu.

Elísa Skúladóttir
Heiðlóan á Íslandi
300.000
Verkefnið gengur út á að mæla búsvæðaval heiðlóu utan varptíma til að undirbyggja betur vernd á stærsta vaðfuglastofni landsins.

Bergþóra Einarsdóttir
Rapp fyrir hjarta landsins
300.000
Rapplag til stuðnings við vitundarvakningu um verndun hálendisins.

Fornverkaskólinn
Byggt úr torfi og grjóti – varðveisla og miðlun
300.000
Námskeið í torfhleðslu og grindarsmíði haldið á Tyrfingsstöðum í Skagafirði. Þar er einstæð heild torfbygginga sem kúra allt fram á bakka Jökulsár austari. Þetta er menningarheild sem veitir innsýn inn í umgjörð og líf fólks á öldum áður. Á Tyrfingsstöðum er lónstæði mögulegra virkjana jökulánna í Skagafirði.

Reykjavík International Film Festival
Önnur framtíð
350.000
Sýning á kvikmyndum sem tengjast umhverfisvernd á RIFF í sérstökum umhverfisflokki sem nefnist Önnur framtíð. Myndirnar hafa ekki verið sýndar áður hér á landi.

Ari Trausti Guðmundsson
Maðurinn og umhverfið
400.000
Sex hálftímalangir sjónvarpsþættir um tólf ólík efni sem eru ofarlega á baugi í umræðu um málaflokkinn.

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum (Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sjálfbær uppbygging afþreyingar á sjó og vatni
400.000
Verkefnið snýst um útgáfu handbókar fyrir þá sem bjóða afþreyingu á sjó eða vatni.

Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit
Málþing um áhrif jarðvarmavirkjana á nærumhverfi
400.000
Málþing haldið í Mývatnssveit um áhrif fyrirhugaðra framkvæmda í Bjarnarflagi.

Hörður Kristinsson
Fléttuhandbókin
400.000
Prentun og útgáfa bókar um íslenskar fléttur.

Jón Proppé
Red Snow: Ice in Motion
400.000
Sýningaröð á norðurslóðum með þátttöku norrænna listamanna og vísindamanna. Sótt er um styrk til að vinna bók í tengslum við verkefnið.

Margrét Hugadóttir
Jörðin í hættu?!
400.000
Samþætt nemendastýrt námsefni þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni, loftslagsmál, sérstöðu íslenskrar náttúru og endurvinnslu í nærumhverfi. Námsefnið er ætlað unglingastigi.

Pétur Halldórsson
Himbrimastofninn á Íslandi
400.000
Meistaraverkefni í líffræði; grunnmælingar, þungmálmamælingar og erfðagreining á íslenska himbrimastofninum; samstarf við háskóla í N-Michigan í Bandaríkjunum og McGill háskóla í Kanada.

Vör – sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð
Fjöruvísir fyrir Breiðafjörð
400.000
Gerð fjöruvísis einkum fyrir nemendur grunn- og framhaldsskóla við Breiðafjörð og ferðamenn í Snæfellsnesþjóðgarði.

Forlagið
Íslandsbók barnanna
500.000
Bók um Ísland; náttúru, dýralíf, mannlíf, sögu og menningu fyrir börn á aldrinum 5-14 ára. Bókin verður um 120 bls., litprentuð og í stóru broti.

Háskólaútgáfan
Náttúrupælingar eftir Pál Skúlason
500.000
Þýðing á bókinni yfir á ensku, en viðfangsefni bókarinnar eru öll þess eðlis að eiga fullt erindi til útlendinga.

Rósa Rut Þórisdóttir
Hvítabjarnarkomur til Íslands fyrr og síðar
500.000
Ritverk: samantekt á komum hvítabjarna til Íslands frá upphafi heimilda eða frá árinu 890. Byggt á heimildasöfnun Þóris Haraldssonar náttúrufræðikennara.

Sigrún Helgadóttir
Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings
500.000
Styrkur til að safna gögnum og upplýsingum um Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, ævi hans, störf, viðhorf og skoðanir, vinna úr þeim og koma á aðgengilega, fræðandi og skemmtilega bók.

Stefán Óli Steingrímsson, Háskólanum á Hólum
Sveiflur í vatnsrennsli: Áhrif á atferli og vöxt bleikjuseiða í ám
500.000
Framkvæmd verður tilraun þar sem áhrif sveiflna í vatnsrennsli á virkni og vöxt bleikju verða könnuð við náttúrulegar tilraunaaðstæður.

Brynhildur Björnsdóttir
Ferðafélaginn
600.000
Ferðabók á vefnum fyrir krakka um náttúru Íslands og hvernig ber að ganga um hana af virðingu og njóta hennar líka.

Bryndís Marteinsdóttir
Áhrif beitarfriðunar á vöxt, blómgun og fræframleiðslu plantna á Skeiðarársandi
700.000
Markmið verkefnisins er að kanna áhrif beitarfriðunar á hæfni einstakra plantna í lítt grónu landi.

Helgi Þór Thorarensen og Bjarni K. Kristjánsson, Háskólanum á Hólum
Árstíða- og dægursveiflur í umhverfi bleikju í heiðarvötnum
700.000
Árstíða- og dægursveiflur í hitastigi, súrefni, koldíoxíði, sýrustigi, leiðni og magni blaðgrænu verður mældur í heiðavötnum. Rannsóknin er gerð til þess að kanna hvort þessir umhverfisþættir geti haft áhrif á afkomu bleikju.

Járngerður Grétarsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
Uppgræðsla með innlendum gróðri
700.000
Í verkefninu er prófuð og þróuð aðferðafræði þar sem villtur innlendur gróður er notaður við uppgræðslu eftir jarðrask eða gróðurskemmdir.

Máney Sveinsdóttir
Erfðaupplag íslensku rjúpunnar
900.000
Mat á erfðabreytileika íslensku rjúpunnar í tengslum við heilbrigði og stofnsveiflur.

Salvör Jónsdóttir
Að sigra sinn fæðingarhrepp
900.000
Undanfarin 16 ár hefur fjölskylda í Melasveit barist fyrir því að halda bújörð sinni lausri við utanaðkomandi mengun. Markmiðið er að greina frá þessari sögu þannig að aðrir geti lært af.

Harpa Cilia Ingólfsdóttir
Handbók um betra aðgengi að ferðamannastöðum á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
1.000.000
Verkefnið felst í að koma á samþættu verkferli í viðleitni til að gera ferðamannastaði aðgengilega öllum ferðamönnum og stuðla að réttum og vönduðum vinnubrögðum við uppbyggingu nýrra staða og við breytingar.

Helgi Björnsson
The Glaciers of Iceland. An historical, cultural and scientific overview
1.000.000
Miðlun þekkingar á alþjóðlegum vettvangi um jökla á Íslandi, fyrr, nú og á komandi tímum; breytingar á tímum hnattrænnar hlýnunar og mikilvægi og þáttur jökla í sagnaarfi, þjóðarvitund og náttúruupplifun Íslendinga.

Kristín Eiríksdóttir
Umhverfishagfræði – doktorsverkefni
1.000.000
Doktorsverkefni í umhverfishagfræði sem snýr að efnahagslegu verðmætamati á þjónustuþáttum náttúrunnar.

Melrakkasetur Íslands
Hvað veist þú um melrakka?
1.000.000
Að skrifa og gefa út bækling á prenti og netmiðli með upplýsingum um refinn, líffræði hans og sögu, þróun og lífshætti. Jafnframt leiðbeiningar um hvernig er best að skoða refi í náttúrunni með minnstri truflun eða skaða.

Óbyggðasetur Íslands
Líf í óbyggðum og við jaðar þeirra
1.000.000
Verkefnið felur í sér að byggja upp fjölbreyttar og lifandi sýningar á Óbyggðasetri Íslands sem er staðsett á innsta byggða bóli í Norðurdal í Fljótsdal við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Amy Laurel Fingerle
Relationships with wilderness: evaluating disturbance to Iceland's central Highland
1.500.000
Energy development and tourism necessitate a holistic understanding of the definition, value, and purpose of the Central Highland of Iceland. Through a doctoral study, I seek to improve understanding of how wilderness and proposed disturbance are evaluated by stakeholders in order to promote sustainable relationships between humans and nature.

Litla óperukompaníið – Gunnsteinn Ólafsson
Ævintýraóperan Baldursbrá
2.500.000
Ópera fyrir börn, sem er óður til íslenskrar náttúru og fjallar um vináttu og kjark til að láta draumana rætast. Verkið byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, þulum og rímum. Óperan verður sett upp í Hörpu í ágúst.

Axfilms ehf
Línudans
3.000.000
Línudans er 50 mínútna heimildarmynd sem lýsir baráttu landeigenda, náttúruverndarsinna ofl. gegn hugmyndum Landsnets um lagningu Blöndulínu 3, 220 Kw loftlínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar.

Úthlutaðir styrkir 2014

Nýlega var í fimmta sinn úthlutað styrkjum úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Samtals var úthlutað til 35 verkefnis.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Önnur framtíð
100.000
Innflutningur og sýningargjöld á kvikmyndum sem tengjast umhverfisvernd.

Íslenska vitafélagið – félag um íslenska strandmenningu
Íslensk strandmenning
100.000
Vorþing þar sem fjallað verður um íslenska strandmenningu.

Bjarni E. Guðleifsson
Hraun í Öxnadal – Fólkvangur
300.000
Kortagerð, umbrot og myndvinnsla bókar um Hraun í Öxnadal, fólkvang.

Blái herinn
Hreinn ávinningur 2014
300.000
Starfsemi Bláa hersins gengur út á að hreinsa rusl en einnig að fræða og hvetja landsmenn til góðrar umgengni við náttúruna. Markhópur almenningur og ráðamenn.

Edda Elísabet Magnúsdóttir
Söngur hnúfubaksins – rannsóknir á hljóðum hnúfubaks við Ísland
400.000
Rannsókn til að efla þekkingu á lífsháttum hnúfubaka og nýtingu þeirra á strandsvæðum við Ísland. Sú þekking er mikilvæg í ljósi aukinna umsvifa mannsins á norðlægum hafsvæðum.

Ferðafélagið Útivist
Skilti í Básum í Goðalandi
400. 000
Upplýsingaskilti með hagnýtum upplýsingum og göngukorti af Þórsmerkursvæðinu.

Guðbrandsstofnun
Hvernig metum við hið ómetanlega? Víðátta og auðlindir
400.000
Ráðstefna þar sem umræða um hin „ómetanlegu“ gæði og gildi víðáttu og auðlinda verður í brennidepli. Þverfagleg nálgun.

Guðmundur Hrafn Guðmundsson
Nýjar leiðir gegn sýklum efla ónæmiskerfið og draga úr notkun sýklalyfja
400.000
Rannsóknir sem miða að því að nálgast skilning á stjórnun náttúrulegs ónæmis. Með því að örva ónæmiskerfið má drepa sýkla og draga úr ónæmum stofnum baktería. Notkun lyfja mun minnka.

Helena Guttormsdóttir
Að horfa er skapandi athöfn – sjónrænir þættir í íslensku landslagi
400.000
Handbók ætluð almenningi um sjónræna þætti í íslensku landslagi.

Hrefna Sigurðardóttir, Auður Ákadóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir
Haugfé
400.000
Verkefnið gengur út á að safna upplýsingum um efni sem fyrirtæki senda til urðunar eða endurvinnslu og gera þær aðgengilegar almenningi. Það sem álitið er rusl í fyrirtækjum eru oft auðlind í augum annarra.

Hrönn Baldursdóttir
Þín leið – næsta skref
400.000
Námskeið fyrir ungt fólk sem fer fram í náttúrunni. Þar er fengist við náttúruupplifun, slökun, íhugun og stefnumótun.

Náttúrustofa Vestfjarða
Vestfirðir fyrir fuglaskoðara
400.000
Fuglaskoðunarkort fyrir Strandabyggð sem sýnir hvaða fuglategundir megi búast við að sjá á viðkomandi stöðum og á hvaða tíma.

Miðgarður – Borgarbýli
Borgarbýli í Reykjavík
400.000
Stofnun borgarbýlis í Reykjavík, þar sem íbúar geta tekið þátt í árstíðabundinni og lífrænni ræktun í gróðurhúsi eða leigt ræktunarreit. Námskeið um sjálfbæran lífsstíl.

Steinunn Harðardóttir
Með náttúrunni
400.000
Útvarpsþáttur á netsvæði (natturan.is) með áherslu á náttúruna, umhverfið og ferðamál fyrir fullorðna og börn.

Ari Trausti Guðmundsson
Orkupostulinn Jón
500.000
Heimildarmynd fyrir sjónvarp um Jón Kristinsson arkitekt, frumkvöðul og sérfræðing um vistvænar byggingar.

Guðrún Helgadóttir hjá Háskólanum á Hólum
Áhrif hestaferða í þjóðgörðum
500.000
Rannsókn á áhrifum hestaferðamennsku í þjóðgörðum. Er reiðgata ör í andliti jarðar eða hrukka mynduð af reynslu lífs og lands? Fræðilega er Ísland áhugavert vegna þess hvað aðstæður eru frábrugðnar því sem sést á þeim stöðum sem mest hafa verið rannsakaðir erlendis.

Helmut Hinrichsen hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla
Skólar fóstra Reykjaveginn
500.000
Nokkrir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi hafa sameinast um að taka Reykjaveginn í fóstur, sem er gönguleið frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Svæðið á að nýtast til göngu og fræðslu í anda sjálfbærni.

Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir
Spekileki – fræðslumyndbönd um náttúruvísindi
500.000
Gerð stuttra fræðsluþátta um náttúruvísindi sem birtir verða á internetinu.

Ólafur Einarsson
Ferðalög íslenska smyrilsins
500.000
Rannsókn á farleiðum og vetrardvalarstöðum íslenskra smyrla.

Ljósop ehf
Refirnir á Hornströndum
600.000
Náttúrulífsmynd um refi og lifnaðarhætti þeirra.

Arnar Jónasson
RÆTUR
700.000
Listræn heimildarmynd þar sem blandað er saman tónlist, hreyfimyndum úr íslenskri náttúru, auk viðtalsbúta við elstu kynslóð Íslendinga þar sem hún lýsir viðhorfum sínum til íslenskrar náttúru.

Gréta V. Guðmundsdóttir
Þróun ímyndar íslenska hestsins
700.000
Bókverk um þróun ímyndar íslenska hestsins þar sem sérstaklega verður skoðuð þróun táknmyndar töltstöðu keppnisgæðingsins síðustu 20 ár.

Hið íslenska náttúrufræðifélag
Náttúra Mývatns og Þingvallavatns; einstök vistkerfi undir álagi
700.000
Útgáfa þemarits, til heiðurs dr. Pétri M. Jónassyni, ætlað almenningi um náttúru vatnanna, verndarstöðu vatnasviðanna og ógnir sem steðja að vistkerfum þeirra.

Þekkingarsetur Suðurnesja
Rannsóknir á vistfræði fjara á Reykjanesskaga
700.000
Grunnrannsóknir á fjörusvæðum á Reykjanesskaga og kortlagning vistfræðilegra þátta fjaranna.

Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands
Fjarsjá til vöktunar á sjófuglastofnum
741.500
Með hjálp tækisins verður hægt að framkvæma rannsókn þar sem markmiðið er að skrásetja fækkun íslenskra sjófugla með hliðsjón af fæðu, viðkomu, lífslíkum og sjávarhita. Þekkingin er undirstaða rannsókna á orsökum fækkunar og sjálfbærrar nýtingar stofnanna.

Genium ehf
Pöddu- og fuglalykill
800.000
Smáforrit (app) sem gera fólki kleift að greina bæði jurtir og dýr í náttúru landsins á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Hrönn Egilsdóttir
Súrnun sjávar og afleiðingar fyrir kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland
800.000
Grunnrannsókn á súrnun sjávar við Ísland og afleiðingum fyrir kalkmyndandi lífríki.

Johannes Welling
Íslenskt jöklalandslag á tímum hnattrænna loftlagsbreytinga
800.000
Markmið verkefnisins er að fá fram aukinn skilning á helstu áhrifum hnattrænna loftslagsbreytinga á íslenskt jöklalandslag og þeim ógnunum sem þeim fylgja, bæði í tengslum við náttúruvernd og útivist.

Landvernd
Ástand og möguleikar á endurheimt jarðhitasvæða
800.000
Þróun aðferðafræði til að meta rask og möguleika á endurheimt jarðhitasvæða.

Ómar Þ. Ragnarsson
Akstur í óbyggðum – Íslandsljóð – Reykjavíkurljóð
800.000
Frágangur heimildarmynda og markaðssetning fyrir ferðafólk og almenning.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði (Gunnsteinn Ólafsson)
Ævintýraóperan Baldursbrá
800.000
Flutningur á ævintýraóperunni Baldursbrá á tvennum tónleikum í sumar; á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Langholtskirkju.

Bjarni K. Kristjánsson hjá Háskólanum á Hólum
Fjölbreytileiki hornsíla í Mývatni
1.000.000
Rannsóknir og vöktun á hornsílum í Mývatni og rannsókn á áhrifum hitastigs fyrir þróun þeirra.

Náttúran.is
Húsið og umhverfið (app / vefútgáfa)
1.000.000
Gagnvirkt kennslutæki um allt á heimilinu í ljósi umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða. Leikir og fræðsla.

Náttúrustofa Norðausturlands
Vefnámskeið fyrir landverði
1.000.000
Grunnnámskeið, endurmenntunarnámskeið og námsefni á vef til notkunar í námi fyrir landverði.

Skotta ehf
Fossbúinn
1.000.000
Undirbúningur alþjóðlegrar heimildarmyndar um þá vá sem laxastofninum í Þjórsá stafar af virkjanaáformum í neðri hluta Þjórsár.

 

Úthlutaðir styrkir 2012


Samtals var úthlutað 18.900.000.- kr til 27 verkefna:

Sól á Suðurlandi
Fjölskyldudagur við Þjórsá
150.000
Markmiðið með deginum er að skipuleggja fræðslu- og skemmtidagskrá þar sem meðal annars á að vekja athygli á náttúru svæðisins, sögu náttúruverndar, fyrirhuguðum virkjunum og afleiðingum þeirra.

Maður og kona ehf (Fjölskylda: Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar og börn þeirra)
Ýmis börn
200.000
Myndlistarverk þar sem samband nútímamanns við náttúru er rannsakað og speglað í sköpunarsögu norrænnar goðafræði. Ólík birtingarmynd náttúrunnar verður könnuð víðs vegar um land.

Guðrún Tryggvadóttir hjá Náttúran.is
Grænt Íslandskort – app útgáfa
250.000
Snjallsímaforrit (app) um græna kosti á Íslandi samkvæmt alþjóðlegu kerfi (Green Map System). Verður á þremur tungumálum.

Guðrún Gísladóttir hjá LHÍ
Náttúrulist í 7. bekk grunnskóla
300.000
Verkefnið felst í að vinna listgreinaverkefni við kennslubókina Líf á landi. Verkefnin væru listgreinatengd nálgun við útiverkefni bókarinnar í formi umhverfislistar.

Landvernd – Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á jarðhitasvæðum
300.000
Markmið verkefnisins er að vernda viðkvæma náttúru jarðhitasvæða og renna styrkari stoðum undir sjálfbæra ferðamennsku á slíkum svæðum. Þetta verður gert með aukinni fræðslu um jarðfræði, líffræði og náttúruverndargildi jarðhitasvæða. Styrkurinn er veittur til skoðunarferða.

Bjarni Helgason og Dagbjört Tryggvadóttir hjá Organella
Skemmtilegir og fræðandi barnabolir
400.000
Hugmyndavinna, teikning og hönnun á barnabolum. Þeir eru til þess fallnir að vekja áhuga og forvitni barna á náttúru Íslands.

Sölvi Björn Sigurðsson rithöfundur
Gallerí Brumm
400.000
Farandgallerí þar sem víðáttur íslenskrar náttúru mynda ramma um fjölbreytta listviðburði. Vettvangur viðburða er gamall jeppi á ferð um landið.

Þorleifur Eiríksson hjá Náttúrustofu Vestfjarða
Útbreiðsla ætihvannar í Hornstrandarfriðlandi
400.000
Útbreiðsla ætihvannar hefur aukist á Hornströndum síðan byggð lagðist af. Ekki eru til kort af útbreiðslu síðan þá – en fjölgun er greinileg. Markmiðið er að kortleggja núverandi útbreiðslu. Kortlagning er mikilvæg til að fá viðmið og hún varpar ljósi á hegðun tegundarinnar.

Sigurjón B. Hafsteinsson við HÍ
Rusl – náttúra – virðing
400.000
Bókverk þverfaglegra fræðigreina, ljós- og myndverka um rusl, náttúru og virði(ngu).

Ómar Smári Kristinsson
Hjólabókin – dagleiðir í hring á hjóli: Vesturland
500.000
Leiðarvísir sem á að opna fyrir lítt þekkta möguleika í ferðamennsku á Íslandi, auka veg og virðingu hjólreiða, kynna lítt þekktar náttúruperlur og mannvirki í bland við betur þekkta staði og stuðla að heilsusamlegum og umhverfisvænum ferðamáta.

Bjarni Kristófer Kristjánsson við Háskólann á Hólum (HH)
Lífríki grunnvatns og vatnsfalla
500.000
Í verkefninu verður í fyrsta sinn kannað hvaða lífríki megi finna í grunnvatni vatnsfalla. Rannsóknirnar ættu að færa okkur aukna þekkingu, en jafnframt vera grunnur að náttúruvænni nýtingu (dæmi: malarnám, virkjanaframkvæmdir, fiskeldi, neysluvatn og vatnstaka).

Trausti Sveinsson
Sjálfbært samfélag í Fljótum
500.000
Undirbúningur náttúruverndaráætlunar fyrir svæðið. Partur af stærra verkefni sem er uppbygging sjálfbærs samfélags í Fljótum.

Tinna Grétarsdóttir ásamt Esther Ö. Valdimarsdóttur og Jónínu Einars
Sumar í sveit
500.000
Heimildarmynd um sumardvöl barna í sveit. Velt er upp spurningum um hlutverk náttúrunnar og dýra í lífi margra kaupstaðarbarna sem voru send í sveit.

Ósk Vilhjálmsdóttir og Svanbjörg H. Einarsdóttir hjá Hálendisferðum
Á fjöllum – kannski með tröllum
500.000
Hálendisferð fyrir allar kynslóðir þar sem áherslan er á að njóta en ekki þjóta. Leiðsögumenn verða 2-3 sem hafa sérhæft sig í náttúruskoðun með börnum.

Markús Þór Andrésson
Harpa og Ragna: FIRÐIR
600.000
Myndlistarsýningar með þeim Hörpu Árnadóttur og Rögnu Róbertsdóttur sem vinna úr náttúruefnum og á staðnum. Sýningar fyrirhugaðar á Bíldudal (Gamla skóla) og Bæ á Höfðaströnd.

Lilja Jóhannesdóttir við LbhÍ
Tengsl landgerða og líffræðileg fjölbreytni
700.000
Tengslin verða skoðuð með hjálp landfræðilegra gagna og upplýsinga úr fuglaathugunum. Notað til kortlagningar líffræðilegrar fjölbreytni.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir við HÍ
Gjóskufall frá Grímsvötnum 2011: Áhrif á plöntur og vistkerfi
800.000
Grímsvatnagosið 2011 verður nýtt til að rannsaka með beinum hætti áhrif gjósku á plöntur og vistkerfi. Byggt verður á samanburði frá því fyrir gos og á tilraunum.

Guðrún J. Stefánsdóttir við HH
Þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins
1.000.000
Rannsókn á lífeðlisfræði íslenska hestsins við þjálfun. Mikilvægrar þekkingar aflað til að geta þjálfað hestinn af skynsemi og virðingu fyrir velferð hans og varðveislu verðmætra eiginleika hans sem reiðhests.

Snæbjörn Pálsson við HÍ
Deilitegundir þriggja íslenskra spörfuglategunda
1.000.000
Rannsókn þar sem markmiðið er að meta verndargildi og þróunarlega sérstöðu 3ja deilitegunda spörfugla, þ.e. þrasta, auðnutittlinga og músarrindla. Athugun á erfðaefni og útliti og samanburður gerður við skyldar deilitegundir.

Kristín Þorleifsdóttir, Steinunn Arnardóttir og Búi Hrafn Jónuson við LHÍ
Ásýnd og aðkoma þéttbýliskjarna á Íslandi
1.000.000
Rannsakaðar verða aðkomuleiðir þéttbýliskjarna á Íslandi með því að skoða þá umhverfisþætti sem hafa áhrif á ásýnd, ímynd og upplifun ferðamanna af staðnum.

Kristinn Pétur Magnússon við HA og Náttúrufræðistofnun
Ættfræði íslenska fálkans - framhald
1.000.000
Ættrakningu og rannsókn á ábúðarsögu fálkans á óðölum í Þingeyjarsýslum er haldið áfram. Fullkomnun aðferðafræðinnar.

Viðar Hreinsson sagnfræðingur
Að kunna jörð og berg að opna og aftur að lykja
1.000.000
Bók um náttúruskyn og náttúruskilning á 17. öld og á okkar dögum. Jón Guðmundsson lærði er helsti heimildamaður um 17. öldina og í bókinni á að birtast eins konar samræða nútímamanns við hann. Í bókinni er fjallað á gagnrýninn hátt um náttúruskyn og lífshætti á Vesturlöndum í dag.

Samtök íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal – Erla Bil Bjarnardóttir
Rannsóknir á fuglalífi við Dyrhólaós
1.000.000
Rannsókn á fuglalífi votlendis- og farfugla í og við Dyrhólaós. Ársfuglatalning.

Framtíðarlandið
Náttúrukortið, þýðing og kynning
1.100.000
Markaðssetning og þýðing náttúrukorts Framtíðarlandsins (sjá: http://www.framtidarlandid.is/natturukortid/)

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir hjá HÍ
Sveiflur í vistkerfi sjávar og mannvist á sögulegum tíma
1.200.000
Þverfræðilegt verkefni sem beitir líffræðilegri aðferðafræði til að kortleggja og skilja sveiflur í stofnum sjávarfiska og fugla og tengja við búsetu manna á strandsvæðum.

Harald Schaller við HÍ
Management of Protected Areas for Sustainable Tourism
1.200.000
The focus of this project is to assess the environmental and socio-economic dimensions of tourism at protected areas, to support a sustainable management of which.

Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna B. Þorsteinsdóttir hjá Arkibúllunni
Samhljómur byggingalistar og náttúru - Ofanleitiskapella
2.000.000
Vinna með og útfærsla á hugmyndum Högnu Sigurðardóttur arkitekts um kapellubyggingu í Vestmannaeyjum. Hugmyndir Högnu endurspegla einstaka tilfinningu fyrir landslagi og staðháttum.
 

Úthlutaðir styrkir 2011


Árið 2011 var í þriðja sinn úthlutað styrkjum úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Samtals var úthlutað 25.400.000.- kr til 31 verkefnis.

Verkefnin sem hlutu styrki eru:

Steinar Bragi Guðmundsson rithöfundur
Hálendið
200.000
Hálendið er sögusvið og viðfangsefni bókar sem Steinar Bragi er með í smíðum. Styrkurinn er ætlaður til tveggja vettvangsferða sem væntanlega munu dýpka lýsingar í bókinni og hugsun verksins.

Maður og kona ehf (Fjölskylda: Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar og börn þeirra)
Ýmis börn
300.000
Myndlistarverk þar sem samband nútímamanns við náttúru er rannsakað og speglað í sköpunarsögu norrænnar goðafræði. Ólík birtingarmynd náttúrunnar verður könnuð víðs vegar um land.

Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna B. Þorsteinsdóttir hjá Arkibúllunni
Samhljómur byggingalistar og náttúru – Ofanleitiskapella
400.000
Vinna með og útfærsla á hugmyndum Högnu Sigurðardóttur arkitekts um kapellubyggingu í Vestmannaeyjum. Umhverfið og náttúran á stóran þátt í byggingunni og staðsetningu hennar. Skoða á nákvæmlega aðstæður og setja umhverfið og frumteikningar Högnu í þrívíddarlíkan.

Oddur Vilhelmsson við Háskólann á Akureyri
Örverur í undirheimum
400.000
Rannsókn þar sem greina á einstætt og ókannað lífríki veggjaslíms í Vatnshelli á Snæfellsnesi. Hellirinn hefur nýlega verið opnaður og er mikilvægt að meta lífríkið nú jafnframt sem könnuð eru áhrif mannaferða. Almennt er hellaslím lítt kannað bæði hérlendis og erlendis.

Skarphéðinn G. Þórisson við Náttúrustofu Austurlands
Rannsókn á hagagöngu hreindýra með hjálp gps tækja
400.000
Meistaraverkefni (LbhÍ og HÍ) sem gengur út á að auka skilning á hagagöngu, hjarðhegðun og samskiptum milli hjarða. Athugað er hvaða gróðurlendi dýrin nýta sér og eins aðrir umhverfisþættir sem hafa áhrif á dreifingu þeirra.

Jón Hallsteinn Hallsson við Landbúnaðarháskóla Íslands
Erfðafjölbreytileiki íslenska hænsnastofnsins
500.000
Rannsókn þar sem markmiðið er að leggja grunn að varðveislu á erfðafjölbreytileika íslenska hænsnastofnsins, greina hann og meta stöðu stofnsins. Erfðafjölbreytni dýra er mikilvæg t.d. til að geta tekist á við breytingar í umhverfinu.

Ósk Vilhjálmsdóttir og Jóna Fanney Friðriksdóttir hjá Hálendisferðum
Ísland: Orkuparadís fyrirtækja - eða ferðalanga?
500.000
Markmiðið með Hálendisferðum er að auka aðgengi fólks á öllum aldri að lítt þekktum náttúruperlum og ósnortinni náttúru og þarmeð auka umhverfisvitund ferðalanga og samfélagsins í heild.

Sigurborg Rögnvaldsdóttir
Skaftafell, saga mannlífs og jökla (vinnuheiti)
500.000
Ritun bókar í flokknum Friðlýst svæði á Íslandi, þar sem samspili mannlífs og náttúru eru gerð skil með það að markmiði að auka þekkingu á sérkennum svæðisins og áhuga á verndun þess.

Freydís Vigfúsdóttir doktorsnemi við Háskólann í East Anglia
Áhrif og umfang varpbrests kría á Íslandi
600.000
Rannsóknin gefur innsýn í ástæður varpbrests kría og annarra sjófugla síðustu ár. Hún hefur þegar sýnt að varpbrest á Snæfellsnesi megi rekja til ætisskorts, sem aftur gefur upplýsingar um ástand sjávar. Vonandi fást upplýsingar sem geta nýst í umræðu og ákvörðunum um náttúru- og búsvæðavernd.

Jakob Frímann Þorsteinsson við Háskóla Íslands
Að leika, læra og þroskast úti. Um úti- og ævintýranám fyrir skóla, frístundamiðstöðvar og frjáls félög
600.000
Bók sem byggð er á meistararitgerð umsækjanda. Fræðileg og hagnýt umfjöllun um útinám í víðri merkingu þess orðs.

Magnea Magnúsdóttir meistaranemandi við LbhÍ
Mosaþembur: áhrif rasks og leiðir til endurheimtar
600.000
Mannvirkjagerð hefur mikil áhrif á gróður. Oft er sáð í sárin með grasfræi sem fellur ekki alltaf að staðargróðri. Magnea mun gera rannsóknir á áhrifum rasks á mosaþembur á Hellisheiði og möguleikum á endurheimt þeirra.

María Maack doktorsnemi við HÍ
Heildaráhrif af rafvæðingu samgangna á Íslandi
600.000
Doktorsverkefni í visthagfræði sem gengur út á að meta breytingar á félagsauði, mannauði, innviðum og dreifikerfum, náttúruaulindum og fjármagni við rafvæðingu íslenskra samgangna.

Una Lorenzen myndlistarkona og Snorri Sigurðsson líffræðingur
Svæðasögur (vinnutitill)
600.000
Teiknimyndasögur fyrir börn sem eru fræðandi um náttúru Íslands. Sögurnar taka mið af staðháttum og lífríki á viðkomandi svæði. Aðalpersónan fer á mismunandi staði og lendir í ævintýrum. Sögurnar eru að nokkru leyti gagnvirkar og verða settar upp á vef.

Ungmennafélag Íslands
Hreint land – fagurt land
600.000
Landsátak í umhverfismálum – vitundarvakning. Áhersla á að fólk hendi ekki rusli á víðavangi. UMFÍ stjórnaði einu fyrsta umhverfisátaki hérlendis með þessari sömu yfirskrift sem mörg okkar munum eftir.

Brynja Davíðsdóttir meistaranemandi við LbhÍ
Áhrif landgræðsluaðferða á dýralíf á Íslandi
800.000
Fugla- og smádýralíf verður borið saman á melum, á ungu mólendi og lúpínubreiðum í þremur landshlutum. Markmiðið er m.a. að stuðla að landgræðslu þar sem sjálfbærni og viðhald tegundafjölbreytileika er haft að leiðarljósi.

Ólafur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður
Selvogsbanki og hafið (vinnutitill)
800.000
Kvikmynd um hafið og áhrif virkjana á vistkerfi hafsins. Myndin er ein af þremur heimildamyndum sem fjalla um álver, virkjanir og ágóða. Sérstaklega er sjónum beint að Selvogsbanka, verðmætasta banka landsins!

Svava Pétursdóttir doktorsnemi við Háskólann í Leeds
Samstarf kennara til eflingar náttúrufræðikennslu
800.000
Verkefnið felst í stofnun og stjórnun samstarfs náttúrufræðikennara á Suðurnesjum. Um verður að ræða fundi, samskipti á neti, fyrirlestra og gerð gagnabanka. Markmiðið er að efla faglegt starf til að gera kennsluna áhugaverðari og árangur nemenda betri.

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir við Rannsóknasetur HÍ í Bolungarvík
Úr sýn úr sinni: aukin meðvitund um þá vist- og mannfræðilegu þætti sem hafa áhrif á afkomu seiða nytjastofna
1.000.000
Rannsókn þar sem kannaðir eru þeir þættir (vistfræðilegir og af völdum manna) sem hafa áhrif á lifun, uppkomu og stofnsamsetningu nytjafiska á seiðastigi við strendur Íslands. Hagnýtt og fræðilegt en ekki síður til að auka vitund fólks um umgengni.

G. Hjalti Stefánsson kvikmyndagerðarmaður
Íslenski refurinn
1.000.000
Heimildamynd um íslenska refinn, lifnaðarhætti hans og samspil við önnur dýr ... og manninn.

Gunnar Þór Hallgrímsson, Snæbjörn Pálsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson við HÍ
Stafar íslenskum örnum hætta af skyldleikaæxlun?
1.000.000
Rannsókn á því hvað veldur lágri frjósemi arna. Er erfðabreytileiki lár? Eru tengsl á milli erfðabreytileika og lítillar frjósemi? Grundvallaratriði í verndun er að vita hvað veldur lágri frjósemi.

Jón S. Ólafsson hjá Veiðimálastofnun
Flóra og fána ferskvatns á Íslandi
1.000.000
Ritun bókar fyrir nemendur og almenning um lífríki ferskvatns. Mikil þörf er fyrir slíka bók, en þetta búsvæði hefur nánast orðið útundan í skrautrita- og handbókaútgáfu fram til þessa. Í bókinni verður gefið yfirlit um ferskvatnsvistkerfin á Íslandi, fjallað um íslensk einkenni lífríkisins en stærsti kaflinn felur í sér lýsingar lífvera og greiningarlykla.

Kristinn Pétur Magnússon við HA og Náttúrufræðistofnun Íslands
Ættfræði íslenska fálkans
1.000.000
Þróa á einstaklingsgreiningu með sameindaerfðafræðilegum aðferðum. Ættfræðigrunnur af þessu tagi yrði sá fyrsti sinnar tegundar fyrir villta dýrategund í heiminum. Aukin þekking af þessu tagi gæti skipt miklu máli í verndun fálkans.

Lífsmynd - Valdimar Leifsson Kvikmyndagerð ehf
Land verður til
1.000.000
Heimildamynd fyrir sjónvarp um Reykjanesskaga þar sem sjá má magnaðar jarðmyndanir og ágætlega fjölbreytt lífríki. Þar er jafnframt mikið um sögulegar minjar. Ari Trausti mun leiða áhorfandann. Myndin á m.a. að hvetja fólk til náttúruskoðunar á svæðinu.

Náttúrustofa Vestfjarða – Þorleifur Eiríksson / Hafdís Sturlaugsdóttir
Sjálfbærni villtra lyfja- og seiðplantna á Íslandi
1.000.000
Rannsókn sem gengur út á að finna leiðir til að nýta jurtir á sjálfbæran hátt svo ekki sé gengið á þolmörk þeirra. Nú er orðið bísna algengt að framleiða ýmsar vörur þar sem íslenskar jurtir eru nýttar.

Norræna húsið -
Endurbætur á friðlandinu í Vatnsmýri
1.000.000
Margþætt verkefni sem snýst um endurbætur á friðlandinu samfara líffræðilegum og vistfræðilegum rannsóknum og miðlun upplýsinga til almennings.

Pétur Thomsen ljósmyndari
Aðflutt landslag
1.000.000
Útgáfa á myndlistarverkinu Aðflutt landslag en þar er um að ræða ljósmyndir sem teknar voru á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka. Bókin kemur út í tengslum við sýningu á bókamessunni í Frankfurt.

Steingrímur Karlsson (Denni) kvikmyndagerðarmaður
Veður af Íslandi – heimildamyndir
1.000.000
Kvikmynd um veðrið – útfrá þjóðfræði og vísindum. Fylgst er með áhugaverðu fólki í leik og starfi og skoðað hvernig veðrið hefur áhrif á það. Pælt í hvað fólk var mikið næmt á veður áður fyrr. Veðurfyrirbrigði mynduð og skoðuð bein áhrif veðurs á náttúruna.

Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
Ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum
1.000.000
Rannsókn þar sem bera á saman ónæmisglæða til notkunar í ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hrossum. Sumarexem er alvarlegt vandamál og algengt meðal íslenskra hrossa sem flutt eru til útlanda.

Guðrún J. Stefánsdóttir við Hólaskóla, Háskólann á Hólum
Þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins
1.200.000
Doktorsrannsókn: Rannsaka á lífeðlisfræðilega svörun við þjálfun og álagi. Tilgangurinn er að bæta velferð hesta, auka framfarir við þjálfun og varðveita verðmæta eiginleika íslenska hestsins.

Guðrún Marteinsdóttir og Daði M. Kristófersson við Háskóla Íslands
Selvogsbanki - vagga Íslands
2.000.000
Markmiðið er að vekja athygli á sérstöðu Selvogsbanka sem er meginhrygningarsvæði okkar helstu nytjastofna og hefur því mikið gildi hvað varðar vistfræði, hagfræði, menningu og sögu. Kortleggja á ógnir við svæðið og jafnframt setja af stað rannsóknir sem tengjast mikilvægi svæðisins og sérstöðu.

Viðar Hreinsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Reykjavíkurakademíunnar
Að kunna jörð og berg að opna og aftur að lykja
2.000.000
Bók um náttúruskyn og náttúruskilning á 17. öld og á okkar dögum. Jón Guðmundsson lærði er helsti heimildamaður um 17. öldina og í bókinni á að birtast eins konar samræða nútímamanns við hann. Í bókinni er fjallað á gagnrýninn hátt um náttúruskyn og lífshætti á Vesturlöndum í dag.


Úthlutaðir styrkir 2010



Þann 11. júní 2010 var í annað sinn úthlutað styrkjum úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Samtals var úthlutað 22.100.000.- kr til 26 verkefna.

Verkefnin sem hlutu styrki eru:

Grunnskólinn austan Vatna
Grenndarspil
200.000
Útgáfa spils sem nemendur skólans hafa unnið sjálfir að í samvinnu við kennara sína. Spurningar eru í nokkrum flokkum en eiga það sammerkt að taka á nánasta umhverfi nemendanna – það er Skagafirði.

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir
Á heiðinni
300.000
Einkasýning í Listasal Garðabæjar sem opnuð var fyrri viju! Listamaðurinn hefur áhuga á að búa til lifandi samtal á milli náttúrunnar og hins manngerða. Viðfangsefnið að þessu sinni er Hellisheiði, en þar leitar listamaðurinn fanga í síbreytilegu landslagi, þar sem takast á kraftar náttúrunnar og viðleitni mannsins til að fanga, virkja og nýta þá krafta og orku.

Náttúrusetrið á Húsabakka ses (Hjörleifur Hjartarson)
Friðland fuglanna
300.000
Sýning fyrir börn á öllum aldri um fugla, votlendi og náttúruvernd sem er eins konar gestastofa fyrir Friðland Svarfdæla og þjónar um leið starfsemi Náttúrusetursins. Sérstaða sýningarinnar felst í myndrænum, óhefðbundnum framsetningum, skemmtilegum og fróðlegum upplýsingum sem koma stundum á óvart. Beinar vísanir eru frá sýningunni og út í Friðlandið. Verndun votlendis og náttúruvernd eru sérstaklega til umræðu.

Hið íslenska bókmenntafélag
Umhverfisrit er nýlegur bókaflokkur Bókmenntafélagsins. Flokknum er ætlað að auka aðgengi almennings á Íslandi að grundvallaratriðum umhverfismála og þannig stuðla að upplýstri orðræðu um málaflokkinn.

Kolefnishringrásin
400.000
Höfundur er Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur.
Mannkynið hefur mikil áhrif á hringrás kolefnis þannig að hún raskast á flókinn og stundum illfyrirsjáanlegan hátt. Rýnt er í þessi áhrif mannsins og sérstök áhersla er lögð á Ísland í þessu samhengi.

Þar sem fossarnir falla
400.000
Höfundur er doktor Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur.
Frásögn af rannsókn á umræðu um vatnsaflsvirkjanir frá byrjun 20. aldar og fram á okkar daga. Meginrannsóknarspurningin er: Hvaða þættir í íslenskri náttúrusýn leiddu til hinnar miklu deilu og klofnings þjóðarinnar sem spratt af virkjanaáformum og -framkvæmdum á Norðausturlandi?

K. Hulda Guðmundsdóttir
Áhrif ógnandi þátta á votlendi við Skorradalsvatn
400.000
Viðmiðunarrannsókn á ástandi votlendis til að kanna áhrif ógnandi þátta á votlendið. Fyrri rannsókn var gerð árið 1998. Votlendið á Fitjum telst vera einstök og verðmæt mýrargerð. Meðal ógnana má nefna: sveiflur í vatnsborði vegna raforkuframleiðslu og framandi og ágengar plöntutegundir.

Orri Páll Jóhannssson og Helena Óladóttir
Menntun til sjálfbærni
500.000
Námskeið til að auka færni grunnskólakennara í viðfangsefnum menntunar til sjálfbærrar þróunar. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á hagnýtar leiðir, þátttöku og virkni kennara.
Í drögum að nýrri aðalnámskrá er fjallað um menntun til sjálfbærni sem eina af fimm meginstoðum nýrrar menntastefnu.

Sara Sigurbjörns-Öldudóttir
Sjálfgefin sjáfbærni? Viðhorf til verndunar og nýtingar náttúrunnar meðal ungbænda og bænda í lífrænni ræktun
500.000
Mastersrannsókn í félagsfræði við HÍ. Rannsóknin mun kanna túlkun á hugtakinu sjálfbærri þróun, viðhorf til umhverfismála og félagslega þætti því tengdu meðal ungra bænda og bænda í lífrænni ræktun.

Grasagarður Reykjavíkur (Eva G. Þorvaldsdóttir)
Ef plöntur gætu talað - fræðsla um umhverfismál
500.000
Gerð og þróun fjögurra námsverkefna um plöntur og umhverfismál. Verkefnin eiga að vera tiltæk á heimasíðu safnsins og styðja við útinám um allt land. Verkefnin eru fyrir leikskóla og grunnskóla.

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Einangrun erfðavísis glólita í íslenska hestinum
500.000
Verkefnið gengur út á einangrun og skilgreiningu á erfðavísi glólita, sem er fágætur litur meðal hesta en vert er að varðveita í íslenska hestinum. Niðurstöður verða kynntar hestaræktendum í því augnamiði að viðhalda einkenninu og jafnframt í vísindatímaritum. Þetta er í 2. sinn sem verkefnið fær styrk.

Ragnhildur Sigurðardóttir
Vatnafar og endurheimt votlendis í Flóa
600.000
Verkefninu er ætlað að safna grunnupplýsingum um vatnafar 360 ha votlendis í Flóa til að meta árangur fyrirhugaðrar endurheimtar. Megintilgangurinn er að skapa faglegan grunn, þar sem samband vatnafars á röskuðu landi og árangur endurheimtar votlendis verður skoðaður í víðu samhengi.

Þorvarður Árnason
Breði
600.000
Heimildamynd um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga, einkum með tilliti til Hoffellsjökuls í Nesjum. Fylgst er með og myndaðar um eins árs skeið þær breytingar sem verða á jöklinum. Auk þess að sýna fram á hopun jökla mun myndin varpa ljósi á þær áhugaverðu og tilkomumiklu breytingar sem verða á ásýnd skriðjökla frá einni árstíð til annarrar. Þetta er í 2. sinn sem verkefnið fær styrk.

Lára Jóhannsdóttir
Norræn vátryggingafélög og umhverfismál
700.000
Verkefnið er þverfagleg doktorsrannsókn á sviði viðskipta og umhverfismála og tekur til norrænna vátryggingafélaga. Með rannsókninni er leitað svara við því hvers vegna umhverfisstjórnun er mikilvæg fyrir rekstur vátryggingafélaga og hvaða áhrif vátryggingafélög geta haft á lausn umhverfislegra vandamála sem við er að glíma.

Sögusetur íslenska hestsins (Arna Björg Bjarnadóttir)
Hesturinn í náttúru Íslands
800.000
Sýning á ljósmyndum og vídeóverki sem endurspegla tengsl íslenska hestsins við náttúru landsins. Íslenski hesturinn hefur allt frá landnámi alist upp í náttúru landsins. Hann er hluti af henni og hefur mótast af aðstæðum hennar. Myndirnar endurspegla andstæður þessara aðstæðna, sem geta verið bæði erfiðar og ljúfar. Jafnframt er dregin fram fegurðin í því hversdagslega í lífi hestsins.

Hálendisferðir (Ósk Vilhjálmsdóttir)
Náttúrulega
800.000
Ferðir, eða námskeið, fyrir börn og unglinga þar sem lögð er áhersla á náttúruskoðun og að efla tengsl þátttakenda við landið og örva um leið athyglisgáfu og næmni með því að nýta aðferðir úr myndlistarnámi og kennslu. Þetta er í 2. sinn sem verkefnið fær styrk.

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum (Hjalti Þórðarson)
Göngukort af Tröllaskaga
800.000
Verkefnið snýst um gerð göngukorta af Tröllaskaga með yfirheitinu Gönguleiðir á Tröllaskaga. Stefnt er að því að gefa út fimm kort af svæðinu norðan Hörgárdalsheiðar. Göngukort nr. 1 og 2 eru komin út en kort nr. 3 og 4 eru í vinnslu núna. Kortunum fylgja leiðarlýsingar. Þetta er í 2. sinn sem verkefnið fær styrk.

Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (Björn Guðbrandur Jónsson)
LAND-NÁM, útiskóli GFF
800.000
Samstarfsverkefni GFF við grunn- og framhaldsskóla um samþættingu uppgræðslu og upplýsingatækni. Fléttað er saman útinámi og námi inni í skólastofunni þannig að hvoru tveggja fái aukna merkingu og jarðtengingu. Ákveðnum aðferðum og verklagi er beitt og mælingar gerðar sem nemendur vinna síðan úr. Nemendur fara í nokkur skipti á vettvang og geta því betur fylgst með framvindunni í náttúrunni.

Herdís Þorvaldsdóttir
Fjallkonan hrópar á vægð
1.000.000
Heimildamynd um orskir gróðureyðingar á Íslandi og baráttu Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu gegn henni. Handritshöfundur er Ólafur Egill Egilsson, framleiðandi Lífsmynd ehf og meðframleiðandi Harpa Fönn Sigurjónsdóttir.

Landvernd
Átak gegn utanvegaakstri
1.000.000
Utanvegaakstur er orðið alvarlegt vandamál í náttúru Íslands. Með styrk sínum vill NPJ styðja Landvernd til að hrinda af stað átaksverkefni þar sem frjáls félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu, fjölmiðlar, stjórnvöld að ógleymdum hagsmunasamtökum mótorhjóla- og bíleigenda leggja saman. Markmiðið er að snúa almenningsálitinu gegn utanvegaakstri.

Laxfiskar ehf (Jóhannes Sturlaugsson)
Þingvallaurriðinn
1.000.000
Náttúrulífsmynd um lífshætti urriðans í Þingvallavatni. Safnað hefur verið myndefni á síðustu tíu árum um þennan merkilega fisk sem skartar sögufrægri fortíð veiðisagna og lífshátta í Þingvallavatni. Samstarfsmenn Jóhannesar líffræðings eru þeir Erlendur Guðmundsson kafari og Friðrik Þór kvikmyndagerðarmaður.

Náttúrustofa Norðausturlands
Handbók í umhverfistúlkun
1.000.000
Íslensk handbók um umhverfistúlkun, hugmyndafræði og aðferðir, þar sem lögð er áhersla á að staðfæra efnið fyrir íslenskar aðstæður. Umhverfistúlkun er ákveðin leið í leiðsögn um náttúruna. Þar er mikil áhersla á að skynja og njóta. Viðurkennd og mikið notuð aðferð meðal landvarða. Umsjón með verkinu hefur Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir fyrrum þjóðgarðsvörður.

Teiknistofan Eik, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Háskólasetur Vestfjarða
Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða
1.000.000
Verkefnið felst í að gera samþætta nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða og stuðla þannig að sjálfbærri nýtingu til hagsbóta fyrir samfélag, efnahagslíf og umhverfi. Nýtingaráætlun mun, til skemmri og lengri tíma litið, efla sérstöðu svæðisins, samfélags- og umhverfisvitund íbúa og möguleika á samstarfi fyrirtækja og íbúa.

Goðsögn - kvikmyndagerð (Steingrímur Þórðarson og Lind Einarsdóttir)
Krækiberjablús
2.000.000
Heimildarmynd um hvernig nýta megi betur í matargerð og til gleði það sem náttúran gefur okkur. Horft verður á náttúru Íslands með augum sælkerans. Mikið verður lagt upp úr fallegri myndatöku og náttúran mun leika stórt hlutverk í myndinni.

Norræna húsið
Endurbætur á friðlandinu í Vatnsmýrinni
2.000.000
Ætlunin er að tryggja Tjarnarfuglum örugg varplönd og endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika á svæðinu. Endurbætur munu byggja á vísindalegum rannsóknum og miðla á þekkingu til almennings. Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg munu taka höndum saman um verkefnið með Norræna húsinu.

Vanda Sigurgeirsdóttir
Börn og náttúra
2.000.000
Doktorsrannsókn við Félagsvísindasvið HÍ þar sem markmiðið er að gera umfangsmikla rannsókn sem snýr að sambandi barna á Íslandi við náttúruna. Í kjölfar rannsóknar er ætlunin að miðla þekkingu og þar verður eitt af markmiðunum að hvetja fjölskyldur til að vera meira úti í náttúrunni.

Daníel Bergmann
Fálkinn á Íslandi
2.000.000
Bók um fálkann í íslenskri náttúru, samspil hans við rjúpuna og samskipti manna og fálka í gegnum tíðina. Markmiðið er að veita innsýn í líf og umhverfi fálkans á Íslandi, hvetja til verndunar búsvæða hans og til sjálfbærrar nýtingar rjúpnastofnsins. Bókin sýnir myndir og ritgerðir Daníels Bergmanns ásamt kafla Ólafs K. Nielsen fuglafræðings um líf- og vistfræði fálkans. .

 

Úthlutaðir styrkir 2009



Nú er í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Ætlunin er að úthluta styrkjum ár hvert.

Það kom þægilega á óvart hve margar umsóknir bárust og hversu margir eru að fást við ýmislegt sem tengist íslenskri náttúru. Í þessu birtist enn ein stoð þeirrar tilfinningar að Íslendingum sé annt um landið sitt - og reyndar láta þeir sig umhverfismál í víðara samhengi miklu skipta.

Umsóknir voru 175 og var sótt um styrki að upphæð samtals 460.901.741 kr. Ljóst er að stjórn var nokkur vandi á höndum og mörgum góðum styrkbeiðnum varð að hafna.

32 umsækjendur hlutu styrki, samtals að upphæð 25.960.000 kr:

110.000

Hrafnagilsskóli / Karl Frímannsson
Smíði fuglaskoðunarhúss
Húsið mun nýtast nemendum og almenningi til fuglaskoðunar.

250.000

Anna Sigríður Valdimarsdóttir
Gróður í Viðey í Þjórsá
Könnun á gróðri í beitarfriðaðri eyju í Þjórsá og samsvarandi landi beggja vegna árinnar. Nemendaverkefni.

300.000

Sigríður Ólafsdóttir - Háskólasetur Vestfjarða
Fagleg úttekt á umhverfismati, áhrifum og stjórnsýsluramma starfseminnar
Leyfisveiting fyrir malarnám á hafsbotni Hvalfjarðar árið 2009

Langholtsskóli / Hreiðar Sigtryggsson og Vilhelmína Þ. Þorvarðardóttir
Útikennsla í túnfætinum – útikennslustofa
Markmiðið að auka sýn nemenda og skólasamfélagsins á umhverfi og náttúru og nemendur læri að umgangast hana og rannsaka.

Brynja Davíðsdóttir
Þróun aðferða við vöktun algengra mófugla
Dægur- og sumarsveiflur kortlagðar í þessu skini. Nemendaverkefni

Eysteinn Björnsson
Sögur fyrir börn og unglinga um náttúruna
Tilgangurinn er að vekja og efla áhuga barna og unglinga á náttúrunni með sagnalist

Náttúrusetur á Húsabakka / Hjörleifur Hjartarson
Náttúrusetur á Húsabakka
Uppbygging setursins er snýr að grunnskóla- og leikskólabörnum.

500.000

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Einangrun erfðavísis glólita í íslenska hestinum
Til að unnt sé að varðveita eiginleikann – þ.e. hinn fágæta glólit – er mikilvægt að einangra erfðavísinn fyrir honum.

Náttúran ehf / Guðrún Arndís Tryggvadóttir
Grasa-Gudda
Vefuppflettirit um íslenskar jurtir og notkun þeirra fyrr og nú.

Edda Valborg Sigurðardóttir
Stafrófið í íslenskum blómum
Myndabók sem ætluð er 4-8 ára börnum með hnitmiðuðum texta um blóm

Kristín Norðdahl
Hlutverk útiumhverfis í menntun barna
Rannsókn á hlutverki útiumhverfis í menntun barna. Doktorsrannsókn.

Ólöf Nordal
Fuglaþúfur
Stækkun og frágangur á ljósmyndum af fuglaþúfum í Vestmannaeyjum.

Opið út / Charlotte Böving
Vatn
Leiksýning um vatn; mikilvægi þess, margbreytileika og töfra.

Melrakkasetur Íslands / Ester Unnsteinsdóttir
Melrakkar í náttúru Íslands
Söfnun og miðlun upplýsinga um íslensku tófuna.

Þorvarður Árnason
Breði
Stuttmynd um áhrif loftslagsbreytinga á skriðjökla á Suðausturlandi, einkum Hoffellsjökul.

Hið íslenska náttúrufræðifélag / Kristín Svavarsdóttir
Ljósmyndun gamalla árganga Náttúrufræðingsins
Gömlum heftum Náttúrufræðingsins komið á rafrænt form og gert aðgengilegt á veraldarvefnum.

Náttúrustofa Norðurlands vestra
Uppsetning fuglaskoðunarskýla við Sauðárkrók
Tilgangur að efla náttúruskoðun almennings og bæta aðstæður vísindamanna. Fuglalíf er auðugt í Skagafirði og votlendissvæðin þar eru víðáttumikil og mjög mikilvæg.

Marta G. Daníelsdóttir
Þróun námsefnis til útikennslu í náttúruperlunni Gróttu
Markmiðið er að auka möguleika leik- og grunnskólabarna á útikennslu í Gróttu. Verkefnið felst í námsefnisgerð, móttöku nemenda og mati.

750.000

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum / Hjalti Þórðarson
Gerð göngukorta á Tröllaskaga
Stefnt er að því að gefa út fimm kort af svæðinu en þegar eru komin út tvö sem hafa fengið góðar viðtökur og sérstaklega góða dóma göngufólks.

850.000

Borgný Katrínardóttir
Mikilvægi hálfgróinna áreyra á Íslandi fyrir heimsstofn spóa
Rannsókn þar sem gerður er samanburður áreyrum og öðrum búsvæðum spóa svo álykta megi um búsvæðaþarfir hans. Mastersverkefni

1.000.000

Helga Ögmundardóttir
The shepherds of Þjórsárver
Samspil og átök um nýtingu og viðhorf til Þjórsárvera í sögulegu, menningarlegu og pólitísku ljósi. Doktorsverkefni

Aðalheiður Jóhannsdóttir
Íslenskur umhverfis- og auðlindaréttur
Rannsókn, lýsing og skýring á íslenskum réttarreglum á sviði umhverfis- og auðlindaréttar með sérstaka áherslu á miðlun þekkingar til þeirra sem starfa að eða hafa áhuga á umhverfismálum.

Hugmyndaflug ehf / Ómar Ragnarsson
Sköpun jarðar og ferðir til mars
Kvikmynd um svæðið í kringum Leirhnjúk og Gjástykki norðan Kröflu og hugmyndir um virkjanaframkvæmdir. Á svæðinu er æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar!

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir
Fagurfræðileg upplifun af jöklasvæðum
Rannsókn þar sem markmiðið er að öðlast skilning á merkingu landslags og þeim gildum sem eru tengd við fagurfræðilega upplifun af íslenskri náttúru. Hluti af doktorsverkefni.

Sigrún Helgadóttir
Þingvellir, þjóðgarður og heimsminjar
Ritun bókar í bókaflokknum Friðlýst svæði á Íslandi. Í bókunum er leitast við að vekja áhuga fólks á svæðunum, fá lesendur til þess að skilja mikilvægi þeirra og um leið vekja áhuga á að vernda þau.

Framtíðarlandið / Hrund Skarphéðinsdóttir
Náttúrukortið
Upplýsingaveita / vefkort um svæði á Íslandi sem hafa verið nýtt eða fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu.

Hálendisferðir / Ósk Vilhjálmsdóttir
Náttúruskóli
Námskeið og hálendisferðir fyrir börn og unglinga þar sem tilgangurinn er að efla tengsl þátttakenda við landið og náttúruna.

Landvernd / Björgólfur Thorsteinsson
Skólar á grænni grein
Verkefnið gengur út á að efla tengsl ungdómsins í landinu við umhverfi sitt og náttúru landsins og efla hann í að geta rætt um og tekið ábyrga afstöðu í umhverfismálum.

1.500.000

Thelma Björk Jóhannesdóttir
Að græða eða græða - frá tvíhyggju til fjölhyggju - um gildi náttúrunnar
Rannsókn á viðhorfum sem birtast í umræðu og ákvarðanatöku um náttúruvernd á Íslandi. Mastersverkefni.

Kvik, kvikmyndagerð ehf / Páll Steingrímsson
Sá guli
Heimildamynd um lífshlaup þorsksins, stutt forsaga sjávarútvegs á Íslandi og lýsing á veiðum og vinnslu.

3.000.000

Snorri Baldursson
Lífríki Íslands: Vistfræði lands og sjávar
Ritun bókar sem lýsir á aðgengilegan hátt uppruna, gerð og starfsemi íslenska lífríkisins og sambúð þjóðarinnar við það.

Gunnþóra Ólafsdóttir
Að ferðast um náttúru Íslands
Ritun bókar fyrir lærða og leika sem byggir á doktorsrannsókn Gunnþóru á áhrifum ferðalaga um náttúruleg svæði líðan fólks.










 






Textastærðir og litir