Beint á leiđarkerfi vefsins

 

 

 

Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaups
 

Ćviágrip

 

Allir ţekktu Pálma í Hagkaup. Engu ađ síđur gat hann gengiđ niđur Laugaveginn án ţess ađ almenningur áttađi sig endilega á hver ţar fór. Hár mađur og myndarlegur međ yfirbragđ höfđingja. Pálmi í Hagkaup var nefnilega fyrst og fremst kunnur af verkum sínum og áhrifum á íslenskt viđskiptalíf. Pálmi var frumkvöđull og hugsjónamađur. Hann lék ađalhlutverkiđ í stórfelldum framförum í viđskiptaháttum Íslendinga.

Hof á Höfđaströnd
Pálmi Jónsson var fćddur 3. júní 1923 á bćnum Hofi á Höfđaströnd og ólst ţar upp. Viđ barnsaugunum blasti fögur sýn. Skagafjörđur í allri sinni dýrđ og margbreytileika. Birta sólarinnar leikur sér óvíđa jafn fjörlega viđ haf og land og eyjarnar fögru ásamt Ţórđarhöfđa. Tungliđ lađađi fram ćvintýralegan heim ţar sem álfar urđu nćstum raunverulegir. Pálmi var sonur hjónanna Jóns Jónssonar bónda (1894-1966) og Sigurlínu Björnsdóttur húsfreyju (1898-1986). Pálmi átti tvíburasysturina Sólveigu. Einnig ólust upp á bćnum frćndur ţeirra tvíburanna ţeir Andrés Björnsson og Friđrik Pétursson sem voru á svipuđu reki. Ţađ var jafnan mannmargt á Hofi. Vinnumenn, vinnukonur, sumarkrakkar, ćttingjar, gestir og gangandi. Ţegar Pálmi stálpađist og var farinn ađ taka virkan ţátt í búskapnum var eftir ţví tekiđ hversu útsjónarsamur Pálmi var í ađ finna nýjar leiđir ýmist til ađ létta fólki störfin eđa gera ţau árangursríkari – og hann náđi ađ hrífa fólk međ sér. Hugmyndaauđgi, framkvćmdagleđi og ákveđin leiđtogahćfni voru eiginleikar sem komu fljótlega í ljós í fari Pálma.

Menntavegurinn
Pálmi átti létt međ ađ lćra. Eftir nám í Barnaskólanum á Hofsósi fluttist hann suđur og fór í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi voriđ 1942. Hann bjó hjá frćnda sínum og nafna Pálma Hannessyni rektor. Pálmi lćrđi síđan lög í Háskóla Íslands og lauk lögfrćđiprófi 1951. Strax á námsárunum voru viđskipti farin ađ eiga hug hans. Stefnan var tekin.

Fjölskylda
Pálmi kynntist Jónínu Sigríđi Gísladóttur (1921-2008) á háskólaárum sínum og kvćntist henni áriđ 1959. Jónína stundađi framan af verslunarstörf en gerđi svo húsmóđurstarfiđ ađ ađalstarfi. Hún hafđi mikinn áhuga á menningu og listum ásamt ţví ađ stunda hestamennsku og garđrćkt. Heilbrigđismál voru Jónínu mikiđ hugđarefni og studdi hún t.a.m. viđ Hjartadeild Landspítalans međ peningagjöfum til tćkjakaupa.

Ţau hjónin eignuđust fjögur börn. Ţau eru:

Sigurđur Gísli (1954), kvćntur Guđmundu Helen Ţórisdóttur (1954).
     Börn ţeirra eru:
     Jón Felix (1986)
     Gísli Pálmi (1991)

Jón (1959), kvćntur Elísabetu Björnsdóttur (1965).
     Börn ţeirra eru:
     Guđrún (1987 – 2006)
     Jónína Bríet (1990)
     Snćfríđur (1998)
     Sonur Jóns úr fyrra sambandi: Pálmi (1979).

Ingibjörg Stefanía (1961), gift Jóni Ásgeiri Jóhannessyni (1968).
     Börn Ingibjargar eru:
     Sigurđur Pálmi Sigurbjörnsson (1982)
     Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir (1989)
     Melkorka Katrín Tómasdóttir (1995)
     Börn Jóns úr fyrra hjónabandi
     Ása Karen (1990)
     Anton Felix (1994)
     Stefán Franz (1997).

Lilja Sigurlína (1967), gift Baltasar Kormáki Baltasarssyni (1966).
     Börn ţeirra eru:
     Pálmi Kormákur (2000)
     Stormur Jón Kormákur (2002).
     Dóttir Lilju úr fyrra sambandi:
     Stella Rín Bieltvedt (1993).
     Börn Baltasars úr fyrra sambandi:
     Baltasar Breki (1989)
     Ingibjörg Sóllilja (1996)

Lífsstarfiđ
Hugsjónir Pálma í viđskiptum voru litađar réttlćtiskennd og umhyggju fyrir fólki. Vöruskortur og dýrtíđ hafđi einkennt verslun um árabil. Höft voru á innflutningi og milliliđir smurđu ótćpilega ofan á verđ vörunnar. Pólitísk öfl skiptu á milli sín markađnum. Ţetta samrćmdist ekki skođunum Pálma á ţví hvađ eđlilegt viđskiptalíf vćri. Hann skynjađi ţörf breytinga.

Pálmi háđi stranga baráttu og öslađi torfćrur kerfis og hafta. Mörg ljón stóđu í veginum. En ţađ gekk ekki til lengdar. Viđskiptasýn Pálma átti hljómgrunn hjá fjöldanum. Hann var talsmađur lćgra vöruverđs.

Haustiđ 1959 stofnađi Pálmi Hagkaup, áđur hafđi hann stundađ ýmis konar viđskipti, til dćmis rekiđ veitingastađ og ísgerđina Ísborg í félagi viđ Steingrím Hermannsson. Í fyrstu var Hagkaup póstverslun og var hún til húsa í gamalli fjósbyggingu viđ Miklatorg í Reykjavík. Pálmi gerđi nćstum allt sjálfur, yfirbyggingin var engin. Ţađ var nýlunda í versluninni ađ Pálmi gaf út verđlista handa viđskiptavinum sínum!

Hagkaup var vel tekiđ og óx fyrirtćkinu hratt fiskur um hrygg. Fljótlega voru fleiri Hagkaupsverslanir opnađar bćđi í Reykjavík og á landsbyggđinni. Í fyrstu var einungis á bođstólum heimilisvara og fatnađur, en matvara bćttist viđ undir 1970. Ţađ sem einkenndi Hagkaup var lćgra vöruverđ og aukiđ vöruúrval.

Pálmi Jónsson hafđi forgöngu um byggingu Kringlunnar. Međ henni var sömuleiđis brotiđ blađ í verslunarsögunni. Verslunarmiđstöđ af slíkri stćrđargráđu var óţekkt hérlendis og bar hugmyndin bćđi vott um framsýni og árćđni. Kringlan var opnuđ áriđ 1987.

Ţađ er gaman ađ segja frá ţví ađ Pálmi átti aldrei skrifstofu og eigiđ skrifborđ. Stjórnunarstíll hans var óvenjulegur. Áherslan var á samrćđur viđ fólk og rissađar voru ófáar pćlingar og útreikningar á pappírsrifrildi og servíettur.

Persónan Pálmi
Pálmi Jónsson og fyrirtćki hans Hagkaup voru nánast eitt. Pálmi var Hagkaup, Hagkaup var Pálmi! Vinnan var líf hans og yndi, í hana sótti hann hamingjuna og atorkuna. Hann átti ţó sínar stundir utan vinnunnar. Ţá fór hann gjarnan á hestbak. Hestamennskan veitti honum mikla ánćgju. Pálmi unni íslenskri náttúru og list. Hann velti mikiđ fyrir sér ţjóđmálunum. Pálmi var mannvinur, einkar nćmur á umhverfi og fólk, sneyddur yfirlćti, međ hlýja kímnigáfu, einbeitni og átti draum sem rćttist.

Pálmi Jónsson lést fyrir aldur fram í apríl áriđ 1991.


















Textastćrđir og litir